top of page

                         Hör er náttúrutrefja því hún er ræktuð út í náttúrunni.

 

 

Sagan: Hör eða lín öðru nafni hefur maðurinn þekkt í þúsundir ára. Heimildir eru fyrir notkun hörs í 6000-7000 ár hjá Egyptum, babylóníumönnum, fönikíumönnum og öðrum hámenningarsamfélögum þess tíma. Rómverjar lögðu um það reglurnar hvernig vinna ætti hör eða flaxjurtina. Á Íslandi komu landnámsmenn með hör til landsins til að geta útbúið band í veiðarfæri.

 

Plantan: Hún er einær jurt sem er sáð í mars/apríl.

Uppskeran er svo í júlí/ágúst. Plönturnar bera

hvít eða fjólublá blóm sem verða 90-120 sm háar.

Ræktunarsvæði hennar er í kaldtempraða beltinu

þar sem er svalt og rakt loftslag. Úr plöntunni fást

bæði trefjar til textílframleiðslu og fræ til

olíupressunar og neyslu.Þetta er mjög

umhverfisvæn trefja. Hratið úr olíupressuninni og jurtaafgangar eru notuð sem binding í múrsteinaframleiðslu. Þannig má með sanni segja að hver einasta ögn hörsins sé notuð.

 

Framleiðslu/vinnsluferli: Það er sérstakt ferli sem farið er eftir þegar vinna á plöntuna. Hér fyrir neðan má sjá ferlið.

 

Rykkja: Þá er jurtin tekin upp með rótum.

 

Feygja: Þá er hún lögð í volgt vatn svo límefnið leysist frá berkinum. Best hefur reynst að nota ána Lys í Belgíu til að feygja hör því þar er rétt hitastig, heppilegur straumur og rétt magn örvera.

Þegar efnið er fjöldaframleitt er notast við heitt vatn og kemísk efni. 

 

Bráka: Börkur og viðarlag brotin í sundur.

 

Þysta: Viðurinn sleginn úr.

 

Kemba: Hörinn hreinsaður í gegnum kamb og kembdur.

 

Sjón er sögu ríkari. Hér má sjá framleiðsluferlið í myndum:

Hör

bottom of page